spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík lagði Val í naglbít á Sunnubrautinni - Sjötti sigurleikur liðsins í...

Keflavík lagði Val í naglbít á Sunnubrautinni – Sjötti sigurleikur liðsins í röð

Keflavík vann Val fyrr í kvöld í 11. umferð Dominos deildar kvenna. Leikurinn sá fyrsti sem Valur tapar í vetur og eru þær því eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Keflavík er í 2.-3. sætinu ásamt KR með 16.

Það voru heimakonur í Keflavík sem voru skrefinu á undan í upphafi leiks í kvöld. Leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 19-14. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo bara nokkuð jafn, en þegar að liðin helda til búningsherbergja í hálfleik er Keflavík þó enn með tveggja stiga forskot, 39-37.

Í upphafi seinni hálfleiksins voru gestirnir svo betri. Ná að snúa leiknum sér í vil og eru með þriggja stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann, 58-61. Lungann úr honum er leikurinn svo nokkuð jafn, þó Valur sé á tímabili einu, ef ekki tveimur skrefum á undan. Undir lokin gera Keflavíkurkonur vel í að tryggja sér framlenginu.

Í upphafi framlengingarinnar taka heimakonur svo á rás. Byggja upp þægilega forystu, sem Valur svo vinnur niður. Að lokum var það svo sigurkarfa Kötlu Rúnar Garðarsdóttur sem að skildi liðin að, en hún keyrði vel að körfunni í lokasókn Keflavíkur og kom þeim yfir, 92-90, þegar aðeins um sekúnda var eftir af klukkunni. Allt kom fyrir ekki í lokatilraun Vals og Keflavík stóð að lokum uppi sem sigurvegari.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í leiknum var Daniela Wallen Morillo með 26 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Val var það Kiana Johnson sem dróg vagninn með 23 stigum, 7 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -