Keflavík lagði Fjölni í kvöld í 21. umferð Subway deildar kvenna í Dalhúsum, 81-93. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar með 38 stig á meðan að Fjölnir er í 6. sætinu með 10 stig.
Heimakonur í Fjölni byrjuðu leik kvöldsins af miklum krafti. Skoruðu körfur í öllum regnbogans litum og náðu að stoppa hinumegin á vellinum. Leiða með 17 stigum eftir fyrsta leikhluta, en mesta forysta þeirra í fyrsta fjórðung var 19 stig. Topplið Keflavíkur er þó snöggt að ranka við sér í öðrum leikhlutanum og nær að vinna aðeins á forskotinu áður en hálfleikurinn er á enda, 50-38.
Keflavík nær svo að halda áfram að vinna niður forskot heimakvenna á upphafsmínútum seinni hálfleiksins, en eru þó enn tveimur stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 72-71. Í honum taka þær svo öll völd á vellinum og sigla að lokum nokkuð öruggum 12 stiga sigur í höfn, 81-93.
Daniela Wallen var best í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Við það bætti Birna Valgerður Benónýsdóttir 9 stigum, 6 fráköstum, 7 stoðsendingum og 3 vörðum skotum.
Fyrir Fjölni var Urté Slavickaite með 35 stig, 5 stoðsendingar og Brittany Dinkins var með 18 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar.