spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík kom til baka og tók sigurinn

Keflavík kom til baka og tók sigurinn

Keflavíkurstúlkur tók á móti Fjölnisstúlkum í Blue höllinni í dag. Fyrsti leikhluti einkenndist af lélegri skotnýtingu og fínni vörn.Bæði Daniela sem var stigalaus og Salbjörg náðu sér í tvær villur. Ariel og Lina voru atkvæðamestur á vellinum.
Staðan eftir fyrsta leikhluta 12 – 17 gestunum í vil.

Fjölnir byrjuðu betur í öðrum leikhluta. Keflavík komu svo sterkar inn og jöfnuðu leikinn þegar um 2 mínútur voru til hálfleiks. Hvorugt lið var að hitta vel í fyrri hálfleik 27% hjá Keflavík á móti 41% hjá Fjölni.
Staðan í hálfleik 34 – 35.

Keflavíkurstúlkur skelltu í lás í þriðja leikhluta. Þær fóru að pressa og gerðu Fjölni einstaklega erfitt fyrir í sókn. Katla setti hvert skotið á fætur öðru og Keflavík náði sér í ágætis forystu inn í fjórða og síðasta leikhluta 54 – 43.

Keflavík bætti aðeins í forystu sína í fjórða leikhluta og þegar hann var hálfnaður 16 stigum yfir. Gestirnir voru ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í 8 stig, nær komust þær ekki og heimastúlkur sigruðu 72 – 60.

Keflavikur stúlkur náðu að halda í við Fjölni þegar þær voru ekki að hitta og um leið og skotin fóru að detta komust þær inn í leikinn og með góðri vörn varð þetta nokkuð þægilegur sigur að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -