spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflavík kláraði Grindavík í hitaleik

Keflavík kláraði Grindavík í hitaleik

Grindvíkingar þurftu annan leikinn í röð að stilla upp alíslensku liði, á móti grönnum sínum úr Keflavík þar sem Jamal Olasawere er ennþá meiddur.  Gestirnir stilltu á móti upp fjórum útlendingum ef Reggie Dupree myndi teljast sem Bandaríkjamaður.  Ef og hefði eru hins vegar ekki viturlegir þegar kemur að umfjöllun og þess vegna voru Keflvíkingar með sína þrjá útlendinga í búning.  Þar sem útlendingarnir eru fengnir til að leiða og eiga í flestum tilvikum að vera bestu mennirnir, þá er ljóst að Grindvíkinga munar mikið um fjarveru Jamals en hann á að leysa málin fyrir þá inni í teig.  Skv. sögusögnum er kappinn mjög góður og þess vegna telja Grindvíkingar þess virði að bíða eftir honum í stað þess að kasta teningunum.

Að leiknum.  Fyrstu fimm mínútur leiksins þurftu heimamenn að hafa muuuun meira fyrir sínum stigum og söknuðu greinilega Jamal inni í teignum en 3-stiga skotin héldu þeim inni í leiknum.  Það var kannski ljóst að sökum fjarveru ógnar sinnar inni í teig, að þá þyrftu þeir að reiða sig á skot utan af velli og til að byrja með gekk það upp.  Baráttan var líka algerlega til fyrirmyndar sem skilaði sér í góðri vörn og þegar Grindvíkingar unnu boltann þegar tæp mínúta lifði fyrsta leikhluta sem skilaði sér í trademark troðslu frá Björgvini þá tók Hjalti þjálfari Keflvíkinga tíma.  Heimamenn löbbuðu með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 26-24.

Keflvíkingar settu útlendingahersveitina sína inn á byrjun annars leikhluta en þeir virðast allir vera ansi lungnir.  Það var ekki að sökum að spyrja, Danni tók leikhlé þegar Keflvíkingar voru að vinna annan leikhlutann 3-14….  Grindvíkingar komu aðeins til baka, þökk sé frábærum varnarleik Björgvins sem aftur skilaði sér í hraðupphlaupstroðslu frá honum en svo kom stór dómur, Dagur Kár vildi villu þegar hann fór inn í teig, kvartaði og fékk T og á nánast sama tíma fékk Björgvin dæmda á sig óíþróttamannslegu villu….  Keflvíkingar nýttu sér þetta þó ekki í botn og hálfleiknum lauk 40-47, eins og sést þá áttu heimamenn í stökustu vandræðum með koma boltanum í körfuna, sérstaklega inni í teig ef þær hættu sér þangað.  Þeir settu þrjú víti í lokin, m.a. T á bekk Keflvíkinga.  Eins og sjá má á þessum skrifum voru dómararnir ekkert í sérstökum metum hjá leikmönnum og þjálfurum……

Bretinn Dean Williams sem lítur mjög vel út, var framlagshæstur Keflvíkinga í fyrri hálfleik með 21 punkt en hjá Grindavík var baráttuhundurinn Björgvin Hafþór með 18, m.a. tvö blokk og tvo stolna bolta!

Sami barningur var í seinni hálfleik, heimamenn áfram að þurfa hafa mikið fyrir sínum stigum á meðan Keflvíkingar gátu leitað inn og út sem skilaði sér í tveimur galopnum þristum fyrir Reggie.  Ótrúlegt að munurinn skyldi ekki vera meiri en Grindvíkingar voru bara ólseigir!  Þeir gerðu breytingu á byrjunarliðinu og baráttuhundurinn Björgvin Hafþór kom inn fyrir Jens.  Baráttan var til fyrirmyndar hjá heimamönnum og gátu þeir komist yfir þegar langt var liðið á þriðja leikhlutann en þristur rétt missti marks, Keflvíkingar settu nokkrar körfur og virtust ætla að sigla fram úr en alltaf komu heimamenn til baka og Nökkvi Már Nökkvason setti buzzer þrist í lokin og því munaði fimm stigum fyrir lokafjórðunginn, 62-67.

Grindvíkingar settu fyrstu fimm stig fjórðungsins og jöfnuðu með þristi frá Nökkva Má (hann á ekki langt að sækja það drengurinn….).  Keflvíkingar komu samt alltaf til baka og voru í bílstjórasætinu en þegar munurinn er ekki meiri þá er aldrei hægt að segja til um hvernig svona leikir fara, það þarf víst ekki að segja ykkur það ágætu lesendur…..  Títtnefdur Nökkvi kom Grindavík yfir með þristi en Hössi sem var heldur betur farinn að finna fjölina sína á þessum tíma svaraði í sömu mynt, þvílíkur leikur!  Hingað og ekki lengra sögðu gestirnir þá, skelltu í lás og sigldu sigrinum nokkuð örugglega, lokatölur 89-97.

Enginn má við margnum segir einhvers staðar og átti það held ég við í kvöld.  Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimamanna þá voru bara gestirnir bara aðeins of stórir og sterkir í lokin.  Auðvitað er ekki gott að byrja 0-2 en þegar Grindvíkingar fá Jamal til baka þá er deginum ljósara að Grindvíkingar verða sterkir.  Bestur Grindvíkinga var baráttuhundurinn Björgvin Hafþór og kom undirrituðum á óvart að hann skyldi hvíla eins lengi í byrjun fjórða leikhluta og raun bar vitni en Daníel svo sem svaraði því í viðtalinu sem fylgir með.  Nökkvi Már kom líka með gífurlega sterka innkomu af bekknum og nýtti þristana sína vel.

Hjá Keflvíkingum voru inside mennirnir Dominykas Milka og Deane Williams bestir, með sitthvora 36 í framlag.  Hössi var líka sterkur.

Flott byrjun Keflvíkina, tveir útisigrar á móti liðum sem er spáð þriðja og fjórða sæti og þeir líta vel út.

Myndasafn (Væntanlegt)

Viðtöl:

https://i.ytimg.com/vi/-MAnC7pAkxw/hqdefault.jpg?sqp=-oaymwEZCPYBEIoBSFXyq4qpAwsIARUAAIhCGAFwAQ==&rs=AOn4CLBgLnlfvj8OuglJpYePQ4HgFdgsHg
Fréttir
- Auglýsing -