spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari ufl. Kvenna

Keflavík Íslandsmeistari ufl. Kvenna

Keflavík er Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna 2016 eftir hörku leik gegn liði Hauka en Keflavík sigraði leikinn með 10 stigum , 51:41 eftir að hafa leitt í hálfleik með 15 stigum. 

 

Keflavík hóf fyrsta leikhluta af krafti og gersamlega yfirkeyrðu Haukastúlkur sem áttu engin svör við góðum leik Keflavíkur. Haukar náðu aðeins að skora 6 stig gegn 19 stigum Keflavíkur og þá þegar komnar í smá holu en hinsvegar nóg eftir af leiknum.  Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn töluvert og Haukar.   Keflavík leiddi í hálfleik með 16 stigum og allt leit skínandi vel út fyrir þær heimastúlkur

 

Það voru svo Hauka konur sem komu töluvert grimmari til seinni hálfleik og eftir aðeins þriggja mínútna leik voru þær búnar að minnka muninn niður í 4 stig eftir að hafa skorað 11 fyrstu stig leikhlutans.  Það tók Keflavík smá tíma að átta sig á því að 20 mínútur væru enn eftir af leiknum  en fyrir síðustu 10 mínútur leiksins leiddu þær þó enn með 5 stigum, 40:35. 

 

Allt stefndi í hörku loka leikhluta þó svo að Keflavík hafi leitt megnið af hlutanum. Þristur fá Sólrún Gísladóttir þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum minnkaði muninn niður í 4 stig en Keflavík voru fljótar að svara því með körfu. Lítið var skorað það sem eftir lifði síðustu 3 mínútur leiksins og tíminn vann með Keflavík.  Keflavík héldu þetta út að lokum þrátt fyrir fína baráttu Hauka í seinni hálfleik.  Lokastaða leiksins 51:41 og maður leiksins að þessu sinni var valin Thelma Dís Ágústsdóttir en hún skilaði fyrir Keflavík 10 stigum og 11 fráköstum. 

 

Tölfræði leiksins

 

Fréttir
- Auglýsing -