Við leik Keflavíkur og Hauka í gærkvöldi nýttu heimamenn tækifæri á milli leikhluta til þess að heiðra Birnu Valgarðsdóttur, fyrrverandi leikmann liðsins til margra ára. Sem ekki fyrr en fyrir þetta tímabil ákvað að leggja skóna endanlega á hilluna. Á feril sínum hjá Keflavík spilaði Birna hvorki fleiri né færri en 314 leiki, þar sem hún setti 453 þriggja stiga körfur og skoraði 4534 stig í heildina.
Í heil 7 skipti tókst henni að vinna þann stóra og í 5 skipti varð hún bikarmeistari fyrir Keflavík. Á tíma sínum spilaði hún einnig 76 landsleiki, en það gerir hana að næst landsleikjahæstu konu Íslands fyrr og síðar.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá gærkvöldinu.