7:16
{mosimage}
Ekki tókst að vinna Keflvíkingana í annað skipti í vetur, því leikurinn tapaðist með 7 stigum, 92-99 í Iðu í kvöld
Leikurinn fór ágætlega af stað, og eftir að Keflvíkingar voru búnir að skora fyrstu fjögur stig leiksins þá svöruðum við með 12 stiga áhlaupi og munaði mestu um Byrd sem skoraði 10 af þeim stigum (þar af 2 þrista). Keflvíkingarnir söxuðu aðeins á forskotið og minnkuðu muninn í 18-15 en Rikki kláraði fyrsta fjórðung með góðum þrist og staðan 21-15 eftir fyrsta leikhluta.
Rikki byrjaði síðan annan leikhlutann eins og hann kláraði þann fyrsta, með góðum þrist. Arnar Freyr minnkaði muninn 24-17 en Rikki svaraði að bragði með tvist. þá setti Jón Norðdal niður tvö stig, en Rikki svaraði því með þrist og Haddi fylgdi í kjölfarið með annan þrist. 32-19, en Maggi Gunn fannst hann vera skilinn eftir útundan og svaraði Haddi með þrist hinummeginn (32-22). svo skora Keflvíkingarnir 8 stig á móti 2 stigum af línunni frá Bojan (34-30). Síðan er skipst á körfum(36-30, 38-33, 40-35, 40-38, 42-38, 42-41, 45-41, 45-44) og endar leikhlutinn 47-44
Í byrjun seinni hálfleiks verða kaflaskipti í leiknum og Tony Harris gefur tóninn með þrist og jafnar 47-47. Byrd og Rikki setja niður tvö stig hvor og þá er staðan orðin 51-47, en þá er komið að Keflvíkingum að taka völdin. Pressa stíft og lítið gengur í leik okkar manna og uppskera þeir 11-0 áhlaup og staðan allt í einu orðin 51-58 fyrir gestina. Byrd minnkar muninn í 53-58 en Maggi G. skellir þrist og eykur aftur muninn. (53-61) Byrd setur niður körfu og fær villu að auki en klikkar á aukaskotinu. Byrd setur önnur tvö stig og Bojan síðan 2 en Siggi þorsteins svarar með 2 stigum (59-63). þá er komið að Byrd að setja niður körfu og Lalli fær 2 vítaskot sem hann setur niður af miklu öryggi, og Byrd setur síðan 2 stig áður en Siggi þorsteins nær að svara aftur. (65-65). Lalli fer á línuna og setur bæði niður og Haddi setur niður þrist þegar mjög stutt er eftir af þriðja leikhluta (70-65) en Tony Harris nær að setja niður þrist á lokasekúndunum eftir að hafa átt slaka 3 leikhluta. staðan því 70-68 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst.
Sebastian byrjar fjórða leikhlutann á að jafna leikinn 70-70 en Rikki eykur forskotið með fjórða þristinum sínum í kvöld. Maggi G. sínir úr hverju hann er gerður og svarar að sama skapi með þrist og jafnar muninn 73-73. Þá er komið að Lalla að vera með í þessari skotkeppni og hann setur niður þrjú stig. og svarar því með 2 stigum í næstu sókn og Marvin eykur síðan muninn enn meir með góðu skoti og staðan orðin 80-73. þá fer Tony Harris á línuna og setur bæði niður. Gunnar Einarsson fer á línuna og setur seinna vítið ofaní og í næstu sókn skorar hann og fær villu að auki og setur aukastigið örugglega niður og munurinn orðinn 1 stig 80-79. Byrd eykur forskotið með 2 stigum en gestirnir skora næstu 6 stigin og staðan orðin 82-85. Byrd setur tvö góð stig og fær skot að auki, en það ratar ekki ofaní. Tony Harris setur 2 körfur í röð. Byrd fer á línuna en hittir hvorugu. Lalli fer síðan á línuna og hittir fyrra ofaní en hitt klikkar. Sebastian skorar og Gunnar setur þrist, en Byrd svarar með þrist. (88-94) og tæp mínúta er eftir, og staðan farin að minna óneitanlega mikið á bikarleikinn við ÍR. við förum að senda þá á línuna og Sebastian klikkar úr báðum. við keyrum upp og Bojan setur 2 stig. Tony Harris fer á línuna og hittir báðum (90-96). Lalli keyrir upp og setur niður lay-up. (92-96) Tony Harris fer aftur á línuna og setur bæði, við kúðrum sókninni og reunsluboltinn Gunnar Einarsson klárar leikinn á vítalínunni með því að setja seinna vítið niður og lokatölur 92-99
Atkvæðamestur í okkar liði var Byrd sem átti stórleik sem skoraði 33 stig (þar af 3x 3stiga), reif niður 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar auk þess sem hann varði eitt skot og stal einum bolta.
Næstur kom Rikki sem setti 4 þrista og skoraði samtals 16 stig. Lalli skoraði síðan 15 stig og gaf 8 fráköst. Bojan skoraði 11 stig og Marvin og Haddi settu báðir 6 stig.
En það var ekki nóg
Leikurinn einkenndist af miklum sveiflum, bæði hjá leikmönnum og dómurum, því eina stundina mátti allt, en aðra ekkert, og sést það á því að pressan sem Keflvíkingar beittu var á köflum ofbeldi, en ekki er þó dómurunum um að kenna að svo fór sem fór. það vantaði einfaldlega einhvern neista og er spurning hvort að formið sé ekki nóg til að halda út heilan leik því leikurinn tapaðist að stórum hluta í 4. leikhluta en hann unnu Keflvíkingarnir 22-31. þar munaði mikið um framtak Tony Harris sem skoraði 12 af 20 stigum sínum í 4 leikhluta, en hann var mjög mistækur í leiknum. (amk fyrstu 3 leikhlutana)
það þýðir ekki að gráta Björn bónda, heldur þurfum við að einbeita okkur að því að vinna þessa þrjá leiki sem eru eftir, og fyrsta mál á dagskrá eru KR-ingar í FHL höllinni á föstudaginn klukkan 19:15. líkt og með Keflvíkingana erum við búnir að vinna þá áður í vetur og nú skulum við sýna þeim að við ætlum að gera það aftur…
Mynd: www.hamarsport.is