Fyrir leikinn var barátta hvers liðs fyrir sig frekar einföld. Keflavík, sem hafði fyrir leikinn unnið nokkra leiki, var að vinna að því að færa sig sem efst (í jafnri deild) í töflunni fyrir úrslitakeppnina, á meðan að leikurinn var síðasta von Snæfells um að fá að taka þátt í henni.
Frá fyrstu mínútum leiksins virtust heimamenn vel stemmdir og tilbúnir til þess að fara með þennan sigur af hólmi. Fyrsta leikhluta sigruðu þeir með 10 stigum (23-13). Í öðrum leikhlutanum kom Snæfell hinsvegar til baka og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn aðeins 5 stig, heimamönnum í vil (50-45).
Miklu munaði um þá Damon Johnson (16 stig / 5 fráköst) og Davon Usher (15 stig / 3 fráköst) í hálfleik fyrir Keflavík, á meðan að hjá gestunum voru það Christopher Woods (12 stig / 9 fráköst) og Sigurður Þorvaldsson (15 stig / 4 fráköst) sem drógu vagninn).
Eftir hlé héldu heimamenn hinsvegar áfram að vinna á og bæta við forskot sitt með nokkrum góðum sprettum sem liðsmenn Snæfells áttu engin svör við. Sigruðu leikhlutann með 18 stigum gegn 12 og fóru með þægilega 11 stiga forystu inn í síðasta leikhlutann.
Í þeim fjórða og síðasta virtist lið Snæfells einfaldlega vera sátt við sinn hlut, þar sem að ekkert áhlaup, eða engin merkileg atlaga var gerð að forystu heimamanna í Keflavík. Leikurinn endaði því með auðveldum 12 stiga sigri heimamanna í 95 stigum gegn 83.
Maður leiksins var hinn aldraði leikmaður Keflavíkur, Damon Johnson, en hann skoraði 23 stig og tók 10 fráköst á þeim 28 mínútum sem hann spilaði í kvöld.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Keflavík-Snæfell 95-83 (23-13, 27-32, 18-12, 27-26)
Keflavík: Damon Johnson 23/10 fráköst/3 varin skot, Davon Usher 21/5 fráköst, Valur Orri Valsson 14, Guðmundur Jónsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Arnar Freyr Jónsson 8/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 6, Reggie Dupree 5, Gunnar Einarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2/9 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.
Snæfell: Christopher Woods 20/14 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/7 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/5 fráköst, Snjólfur Björnsson 4, Jón Páll Gunnarsson 0, Sindri Davíðsson 0, Viktor Marínó Alexandersson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0.
Valur – Keflavík:
Ingi – Snæfell: