spot_img
HomeFréttirKeflavík fóru létt með ÍR

Keflavík fóru létt með ÍR

   ÍR-ingar áttu aldrei nokkurn möguleika gegn Keflavík í kvöld þegar heimamenn sigruðu með 121 stigi gegn 89 í Toyotahöllinni.  Draumur ÍR um að leika í úrslitakeppninni þetta árið er því úr leik en Keflvíkingar sigla lygnan sjó það sem eftir lifir móts.  En Keflvíkingar eygja en von á 4. sætinu
 ÍR liðið mætti ekki til leiks í þeim tilgangi að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni.  Í raun leit það út eins og piltarnir höfðu nákvæmlega engan áhuga á að komast þangað og biðu spenntir eftir því að komast í sumarfríið.  Keflvíkingar hinsvegar þurftu að rífa sig upp eftir tvo tapleiki í röð í deildinni sem þeir gerðu. 
 
Að venju var jafnt fyrstu mínútur leiksins en fljótlega fóru Keflvíkingar að slíta sig frá og í hálfleik voru þeir strax komnir með  um 15 stiga forskot og þá þegar búnir að skora rúmlega 60 stig.  Það svo sem segir allt sem segja þarf um varnarleik gestanna þetta kvöldið.  Og ef rýnt er í það þá hafa ÍR-ingar ekkert verið að leggja mikið uppúr varnarleik í vetur þar sem þeir fá á sig flest stig í leik, að undanskildum Valsmönnum sem eru fallnir. Sóknarleikur liðsins einkenndist af einstaklings framtaki að mestu og skilaði það nú samt 89 stigum í hús. 
 
En þrátt fyrir það er ÍR með prýðis hóp leikmanna sem ættu að getað staðið í flestum liðum deildarinnar. "Það er alltaf næsta ár" sagði einhver og það verður raunin með Breiðhyltinga þetta árið. 
 
Keflavík átti svo sum prýðis leik.  Allir voru að setja sitt mark á leikinn og t.a.m náðu allir leikmenn liðsins að skora stig að undan skildum einum.  Magnús Þór Gunnarsson sem fyrir þennan leik hafði átt erfiða tvo leiki fann fjölina sína á nýjan leik og á tímum mátti halda að hún hafi verið í hliðarsalnum á húsinu, svo löng voru nokkur skotin frá honum.   Ef eitthvað mætti laga þá væri það varnarleikurinn en ÍR ná að setja niður 89 stig sem fyrr segir. 
 
Mynd/texti: ss
Fréttir
- Auglýsing -