Keflavík lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar kvenna, 71-81. Keflavík því komnar með yfirhöndina í einvíginu 2-0 og þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrir leik
Fyrir leik kvöldsins hafði Keflavík unnið alla sex leiki sína gegn Njarðvík á tímabilinu, fjóra í deildinni, einn í bikar og þann fyrsta í þessu úrslitaeinvígi.
Gangur leiks
Það voru gestirnir í Keflavík sem hófu leik kvöldsins betur. Náðu að keyra upp hraða fyrsta fjórðungs og eru sex stigum yfir þegar sá fyrsti er á enda, 24-30. Það var þó eins og annað lið Njarðvíkur hafi mætt varnarlega í annan leikhlutann, þeim gekk betur að stöðva hraðan leik Keflavíkur, halda hraðanum niðri og munar aðeins stigi á liðunum þegar þau halda til búningsherbergja í hálfleik, 44-43.
Í upphafi seinni hálfleiksins ná gestirnir aftur góðum tökum á leiknum. Hefja þriðja leikhlutann reyndar nokkuð rólega, en ná eftir því sem líður á hann að skapa sér forystu á nýjan leik og eru átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-56. Í þeim fjórða gerir Keflavík svo áfram vel, ná að verjast snöggum áhlaupum Njarðvíkur, halda forystunni og sigra leikinn að lokum með tíu stigum, 71-81.
Atkvæðamestar
Atkvæðamestar í liði Keflavíkur í kvöld voru Sara Rún Hrinriksdóttir með 23 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, Daniela Wallen með 10 stig, 11 fráköst, 8 stoðsendingar, 5 stolna bolta og Eliza Pinzan með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
Fyrir Njarðvík var Selena Lott atkvæðamest með 15 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Henni næst var Emilie Hesseldal með 15 stig og 14 fráköst.
Hvað svo
Þriðji leikur úrslita einvígis liðanna fer fram komandi miðvikudag 22. maí kl. 19:15 í Blue höllinni.