Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í toppslag Dominos deildar karla í kvöld í Blue höllinni. Bæði lið voru taplaus og búin að vinna 4 leiki.
Heimamenn byrjuðu betur, hvorugt lið var að hitta vel fyrstu mínúturnar, en Keflavík var öruggara í sínum sóknartilburðum en Grindavík. Gestirnir héldu sér inn í leiknum með því að setja nokkrar þriggja stiga körfur þegar leið á leikhlutann. Deane Wilims var hreint frábær í leikhlutanum og setti niður 11 stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20 – 16 Keflavík í vil.
Í öðrum leikhluta eltu Grindvíkingar heimamenn allan leikhlutann. Keflavík gerði heiðarlega tilraun til að hrista þá af sér en Grindavík kom alltaf til baka. Staðan í hálfleik 43 – 38.
Keflavík byrjaði þriðja leikhluta af krafti, varin skot, tröppur og þristar. Eftir rúmar 3 mínútur voru þeir komnir með 13 stiga forystu. Joonas sem hafði fengið óíþróttamanslega villu í öðrum leikhluta fékk tæknivillu um miðbik þess þriðja og var sendur út úr húsi. 21 stig komin frá kappanum og hann búin að vera bestur á vellinum hjá gestunum. Stór biti að kyngja fyrir Grindavík. Staðan eftir þriðja leikhluta 68 – 51.
Keflavík hélt vel á spilunum í fjórða leikhluta. Engin læti í Keflavík, Grindavík komust bara ekki að. Heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn og eru nú eina taplausa liðið í deildinni. Lokatölur 94 – 67.
Byrjunarlið:
Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson, Calvin Burks og Valur Orri Valsson.
Grindavík: Kristófer Breki Gylfason, Dagur Kár Jónsson, Kristinn Pálsson, Ólafur Ólafsson og Joonas Jarvelainen.
Hetjan:
Deane Williams átti góðan leik en það kemur fáum á óart að það var Dominykas Milka sem setti 23 stig og tók 12 fráköst sem var bestur á vellinum.
Kjarninn:
Eftir að Joonas var rekinn af velli varð þetta einfaldlega of erfitt fyrir Grindavík. Keflavík sýndi breidd fengu fullt af stigum af bekknum og líta út fyrir að eiga eftir að verða illviðráðanlegir í deildinni.
Viðtöl:
Hörður Axel Vilhjálmsson
Hjalti Þór Vilhjálmsson
Daníel Guðni Guðmundsson