spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflavík deildarmeistarar eftir háspennuleik!

Keflavík deildarmeistarar eftir háspennuleik!

Keflavík tók á móti KR í dominos deild karla í Blue höllinni í kvöld. Kelvíkingar sem hafa unnið 8 leiki í röð gátu tryggt deildarmeistaratitilinn með sigri á móti KRingum sem höfðu tapað síðustu 3 leikjum.

Það var ekki mikið um varnartilburði fyrstu mínútur leiksins. Bæði lið að skora mikið, Keflavík aðalega inn í teig og KR aðalega fyrir utan þriggja stiga línuna. Stigaskorið róaðist aðeins þegar líða fór á leikhlutann og gestirnir tóku forystuna. KR með 5 þrista í fyrsta leikhluta í 8 skotum en Keflavík 0 í 6 skotum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23 – 30.

KR héldu áfram að bæta í og þegar rúmar 2 mínútur voru liðnar voru þeir komnir 13 sigum yfir. Gestirnir með 71% skotnýtingu, Tyler Sabin og Brandon Joseph Nazione búnir að hitta úr 5 af 5 skotum hvor. Mest komust Kringar 15 stigum yfir í leikhlutanum. Heimamenn komust á lagið og gestirnir hættu hreinlega að hitta um miðbik leikhlutans. Staðan í hálfleik 47 – 51.

KR byrjuðu betur og komust 12 stigum yfir, heimamenn voru enn stigalausir eftir um 3 mínútur af þriðja leikhluta. Keflavík setti þá í fluggírinn og komu muninum niður í 3 stig um miðbik leikhlutans. Sveiflukenndur leikhluti þar sem liðin skiptust á að skora tvær og þrjár sóknir í röð. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 69 – 71 KR í vil.

Háspenna lífshætta í sláturhúsinu, KR leiddi og Keflavík eltu framan af leikhlutanum. Ríkjandi Íslandsmeistarar frá því 2019 KR að spila stór vel gegn efsta liði deildarinnar. Keflavík jafnaði leikinn tvisvar fyrstu 5 mínútur leikhlutans og komust síðan yfir þegar 4:40 voru eftir af leiknum. Keflvíkingar spiluðu hörku vörn og kláruðu KRinga síðustu mínúturnar í algjörum naglbít. Lokatölur 95 – 87.

Byrjunarlið:

Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.

KR: Brynjar Þór Björnsson, Matthías Orri Sigurðsson, Tyler Sabin, Zarko Jukic og Jakob Örn Sigurðsson.

Hetjan:

Bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðssynir auk Brandon Joseph áttu allir góðan leik fyrir gestina. Hörður Axel sem raðaði inn stoðsendingum og Deane Williams sem var frábær á lokamínútum leiksins áttu báðir góðan leik. Calvin Burks Jr. og Dominykas Milka voru frábærir í kvöld. Arnór Sveinsson og Þröstur Leó Jóhannsson áttu frábæra innkomu af bekknum hjá Keflavík og voru lykillinn að endurkomu Keflvíkinga í öðrum leikhluta.

Kjarninn:

Baráttusigur Keflvíkinga gegn sterkum KRingum í kvöld. Keflvíkingar að landa fyrsta titli síðan 2013 og fyrsta deildarmeistaratitli síðan 2008!

Tölfræði

Viðtöl:

Þröstur Leó Jóhannsson

Hörður Axel Vilhjálmsson

Hjalti Þór Vilhjálmsson

Jakob Örn Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -