Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og burstuðu nýkrýnda deildarmeistara Hauka í kvöld með 71 stigi gegn 50. Hauka stúlkur náðu aldrei í kvöld að sína sitt rétta andlit á meðan góð stemmning og barátta var allan tímann hjá heimaliðinu. Verðskuldaður sigur Keflavíkur og gott veganesti fyrir úrslitakeppnina.
Keflavík byrjaði leikinn töluvert grimmari og komust fljótlega í 10-0 með góðu áhlaupi og gríðarlega sterkri vörn. Haukastúlkur vöknuðu svo loks til leiksins og aðeins 6 stig skildu liðin tvö eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta settu svo heimastúlkur í lás í vörninni og annan gír í sókninni. Þær fengu aðeins á sig 10 stig í fjórðungnum og voru komnar með 15 stiga forskot.
Lítið gekk upp hjá gestunum á þessum tíma. Haukastúlkur mættu örlítið einbeittari til seinni hálfleiks og náðu að saxa á forskot gestanna. En heimamenn voru fastir fyrir og hleyptu gestum sínum aldrei almennilega inn í leikinn. Keflavík voru fljótar að keyra upp völlinn og fengu margar auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum sínum en gestirnir virtust vera seinar til að keyra aftur í vörn á tímum.
13 stig skildu liðin fyrir síðasta fjórðung og hefðu Haukastúlkur alveg getað gert leik úr þessu. En Keflavík skoruðu fyrstu 9 stig fjórða fjórðungs og voru þar með nánast búnar að drepa allan þann neista sem Haukastúlkur töldu sig hafa til sigurs í leiknum. Síðustu mínúturnar fengu “minni” spámenn að spreyta sig og lauk leiknum sem fyrr segir með sigri Keflavík.
Í raun var engin yfirburðar leikmaður hjá Keflavík nema hvað að Birna Valgarðsdóttir var þeim stigahæst með 18 stig og þar á efti rkom Pálína með 13. Hjá gestunum var fátt um fína drætti en þeim stigahæst var Monika Knight með 11 stig. Bæði lið söknuðu lykil leikmanna, Slavica var á bekknum hjá Haukum í kvöld og var hvíld. Og hjá Keflavík var Ingibjörg Vilbergsdóttir fjarri góðu gamni, en hún er að jafna sig á meiðslum.