Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem að allt virtist stefna í spennandi leik, en fyrsti leikhlutinn endaði með tveggja stiga forystu heimastúlkna, 27-25. Keflavík lokaði hinsvegar búðinni varnarlega frá byrjun annars leikhlutans og út leikinn. Leyfðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta, 5 stig í þeim þriðja og 9 í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Leikurinn endaði því með 35 stiga sigri Keflavíkur og verða þær því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit á morgun.
Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Sara Rún Hinriksdóttir, sem skilaði hæstu framlagi (26) allra leikmanna á vellinum, en hún skoraði 23 stig og tók 9 fráköst á þeim 26 mínútum sem hún spilaði.
Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 23/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 20/12 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Elfa Falsdottir 2.
Breiðablik: Arielle Wideman 13/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/6 fráköst/5 varin skot, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/5 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 7, Aníta Rún Árnadóttir 7, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Elín Kara Karlsdóttir 2.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Sigurður – Keflavík:
Andri – Breiðablik: