Keflavík varð bikarmeistari í stúlknaflokki eftir æsispennandi úrslitaleik gegn KR sem fram fór fyrr í dag. KR voru lengur í forystu en gæði Keflavíkur silgdu sigrinum að lokum.
Þáttaskil:
KR voru með leikinn í sínum höndum framan af leik þar sem liðið framkvæmdi sóknir sínar vel og stóðust öll áhlaup Keflavíkur. Það voru hinsvegar gæðin í leik Keflavíkur sem skildu á milli á lokasprettinum. Lykilmenn skiluðu góðu framlagi í lokafjórðungnum og náðu stoppum þegar mest þurfti.
Tölfræðin lýgur ekki:
Þrátt fyrir að sóknarleikur KR hafi verið heilt yfir góður og þær hafi framkvæmt sínar sóknir vel á hálfum velli, tapaði liðið of mörgum boltum. KR tapaði 33 boltum gegn 16 hjá Keflavík. Fyrir vikið tók Keflavík 21 fleiri skot í leiknum.
Hetjan:
Anna Ingunn Svansdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún var með 19 stig og 10 stolna bolta í leiknum. Hún lék einstaka vörn í leiknum og setti mikilvægar körfur. Birna Valgerður átti einnig góðan leik og var með 24 stig.
Hjá KR var Eygló Kristín Óskarsdóttir með 23 stig og níu fráköst. Einnig var Jenný Lovísa öflug með 13 stig, 13 fráköst og leiddi liðið í frábærri byrjun.
Myndasafn (Bára Dröfn)
Viðtal við leikmann leiksins: