spot_img
HomeFréttirKeflavík betri en Grindavík

Keflavík betri en Grindavík

Keflavík sigraði Gindavík í 20. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli þeirra, Röstinni, með 89 stigum gegn 81. Keflavík klifra því upp í 6. sæti deildarinnar á meðan Grindavík vermir nú það áttunda (síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppni). 

 

Gengi beggja liða í vetur verið vægast sagt óstöðugt, þar sem á hverjum gefnum leikdegi þeirra virtist formið og hvaða leikmenn hóps ættu þess kost að spila umrædda leiki skipta meira máli en allt annað. Keflavík t.a.m. tapað þeim nokkrum ansi skrautlegum í vetur, en á móti, svo unnið upp traust áhangenda sinna aftur og oftast leikinn eftir, með öruggum sigri. Svipaðir hlutir í gangi hjá frændum þeirra frá Grindavík í vetur.

 

Bæði lið þó, og það er kannski aðalatriðið, verið að eiga við mikið af meiðslum mikilvægra leikmanna í herbúðum sínum, en fyrir leik kvöldsins, endurheimti heimaliðið einmitt fyrirliða sinn, Þorleif Ólafsson. Sem hafði verið frá í rúmt ár, eftir að hafa slitið krossband  á síðustu leiktíð gegn Þór Þorlákshöfnl. Leikmaðurinn, sem hafði áður en hann meiddist þá, verið að skila rúmum 10 stigum að meðaltali á þeim 25 mínútum sem hann spilaði fyrir liðið að jafnaði í leik.

 

Fyrri hálfleikurinn var bæði jafn og spennandi. Þar sem liðin skiptust bróðurlega á höggum sín á milli, en Grindavík þó, með forystuna (nokkur stig) meirihluta hálfleiksins. Eftir fyrsta leikhlutann voru það gestirnir úr Bítlabænum sem höfðu eins stigs forystu í 24-25 og þegar leikmenn héldu til búningsherbergja (í hálfleik) var það stig búið að skipta liði yfir til heimamanna í Grindavík í 43-42.

 

Hjá Grindavík var það Rodney Alexander sem dróg vagn síns liðs í hálfleiknum, en hann var með 14 stig og 10 fráköst á þeim tímapunkti. Hjá Keflavík var það Þröstur Leó sem stóð sig best, leiddi sína menn, með 5 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.

 

Hálfleiksræða þjálfara Keflavíkur, Sigurðar Ingimundasonar, hlýtur þó að hafa verið einhver. Því strax í byrjun þriðja leikhlutans fór Keflavík að sýna leikmönnum (…og aðdáendum) Grindavíkur hvar Davíð keypti ölið. Voru hreint frábærir á báðum endum vallarins og fór svo að fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins bjuggu gestirnir yfir heilu tíu stiga forskoti.

 

Fjórði hlutinn einkenndist svo eilítið af því hvað Keflavík þætti nú vænt um þetta forskot. Sem er svosem skiljanlegt. Leikurinn fyrir utan þennan þriðja leikhluta Keflavíkur, var ekkert sérstakt augnayndi, enn frekar, kannski hreint ekki svo góður körfuboltaleikur. Mikið var um múrsteina, vandræðalega tapaða bolta, röng sniðskot og þaðan af fleira.

 

Sú áætlun Keflavíkur gekk líka alveg upp (þrátt fyrir eitt áhlaup frá gulum) og fór sem fór, eins og áður hafði verið tekið fram, að Keflavík nældi í 81-89 sigur.

 

Maður leiksins var leikmaður Grindavíkur, Rodney Alexander, en hann skoraði 34 stig og tók 12 fráköst  á þeim 34 mínútum sem hann spilaði í kvöld.

 

Punktar:

  • Mesta forysta Keflavíkur í leiknum voru 16 stig, en 7 fyrir Grindavík.
  • Liðin skiptust í 13 skipti á forystu í leiknum.
  • Keflavík var með 59% nýtingu í 2ja stiga skotum sínum í leiknum, en Grindavík 50%.
  • Keflavík tapaði 18 boltum í leik kvöldsins, en Grindavík 11.
  • Leikmaður Grindavíkur, Þorleifur Ólafsson, sem var, eftir krossbandsslit, að spila sinn fyrsta leik í rúmt ár skoraði 1 stig og gaf 1 stoðsendingu í þessari endurkomu sinni á fjalirnar.
  • Saman skoruðu liðin úr 12 þriggja stiga skotum í leiknum úr 57 tilraunum.
  • Mesta þörf á að “stilla miðið” höfðu þeir Oddur Rúnar Kristjánsson (Grindavík – 2/8) og Davon Usher (Keflavík – 0-6).
  • Mikið var um pústra og munnsöfnuð alveg í blálok leiksins, þar sem að Davon Usher (Keflavík) uppskar tæknivíti og þeir Ómar Örn Sævarsson (Grindavík) og Jóhann Árni Ólafsson (Grindavík) fengu einnig dæmdar á sig sitthvort tæknivítið.

 

Myndasafn 

Tölfræði 

Stutt samantekt frá SportTv 

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Grindavík-Keflavík 81-89 (24-25, 19-17, 11-21, 27-26)

 

Grindavík: Rodney Alexander 34/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 2, Þorleifur Ólafsson 1, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

 

Keflavík: Davon Usher 21/10 fráköst, Damon Johnson 21/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Valur Orri Valsson 10/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8/5 fráköst, Gunnar Einarsson 4, Reggie Dupree 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Tryggvi Ólafsson 0.

 

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson

 

Áhorfendur: 286 
 
 

Þorleifur og Ólafur – Grindavík:

 

Davon Usher – Keflavík:

 

Sverrir Þór – Grindavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -