Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur síðustu daga tekið saman árangur liða í úrvalsdeild karla á árunum 2001-2021. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig lið hafa staðið sig þegar þau eru með bakið upp að vegg og eiga á hættu að vera slegnir út úr úrslitakeppninni.
Þar eru Keflavík með hæsta sigurhlutfallið 65.7% en Njarðvík eru á hinum enda töflunnar í 35.7%.

Sé litið til hvernig liðin hafi staðið sig í að loka seríum eru það KR-ingar sem eru með hæsta sigurhlutfallið 67.6% á meðan að erfiðast hefur gengið hjá Snæfell að vinna leikinn sem sendir þá í næsta einvígi, 40%.

KR-ingar eru svo einnig bestir í hreinum oddaleikjum á tímabilinu, en þeir hafa unnið 73.3% þeirra. Á hinum enda töflunnar er Skallagrímur, en þeir unnu aðeins einn þeirra fimm oddaleikja sem þeir léku á tímabilinu, 20%.

Myndir / twitter.com/HordurTulinius