spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík bar sigurorð af Breiðablik í Blue Höllinni

Keflavík bar sigurorð af Breiðablik í Blue Höllinni

Keflavík lagði Breiðablik í kvöld í Subway deild kvenna, 73-58. Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 10 stig.

Fyrir leik

Liðin höfðu skipst á sigrum það sem af er tímabili. Þann 27. október hafði Keflavík 21 stig sigur í Blue Höllinni, en þann 15. desember vann Breiðablik með 23 stigum í Smáranum.

Gangur leiks

Heimakonur í Keflavík fara betur af stað í leik kvöldsins. Ná mest 12 stiga forystu á upphafsmínútunum. Blikar ná þó áttum nokkuð snemma og ná nánast að loka gatinu áður en fyrsti fjórðungur er á enda, 20-16. Aftur setur Keflavík fótinn á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og ná að koma forystu sinni í 17 stig, staðan 42-25 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Stigahæst heimakvenna í fyrri hálfleiknum var Anna Ingunn Svansdóttir með 14 stig á meðan fyrir Blikana voru Þórdís Jóna Kristjánsdóttir og Michaela Kelly báðar með 8 stig.

Blikar námeð góðu áhlaupi að skera niður forystu heimakvenna á fyrstu andartökum seinni hálfleiksins. Fara með hana alveg niður í 11 stig á upphafsmínútum þriðja leikhlutans. Leikurinn er svo mikið til í járnum út leikhlutann, en staðan fyrir þann fjórða er 56-46. Í lokaleikhlutanum gerir Keflavík svo það sem til þarf til að sigla nokkuð öruggum 15 stiga sigur í höfn, 73-58.

Tölfræðin lýgur ekki

Blikum gekk frekar illa að passa boltann gegn vel skipulögðum varnarleik Keflavíkur í kvöld. Tapa allt í allt 24 boltum á móti aðeins 14 stöpuðum boltum Keflavíkur.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest í liði Keflavíkur í kvöld var Daniela Wallen með 19 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Næst henni var Anna Ingunn Svansdóttir með 19 stig og 3 fráköst.

Fyrir Blika var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 15 stig og 16 fráköst. Þá bætti Michaela Kelly við 10 stigum og 11 fráköstum.

Hvað svo?

Keflavík á leik næst þann 20. febrúar gegn Fjölni í Dalhúsum, Blikar þremur dögum seinna þann 23. febrúar gegn Haukum í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -