spot_img
HomeFréttirKarlaliðið aðeins skipað 10 leikmönnum

Karlaliðið aðeins skipað 10 leikmönnum

Íslensku körfuboltalandsliðin héldu til Lúxemborg í morgun en framundan þar í landi eru Smáþjóðaleikarnir. Karlalandslið Íslands verður aðeins skipað 10 leikmönnum á leikunum en 12 leikmenn mega vera á skýrslu.
 
Hörður Axel Vilhjálmsson sem valinn var í hópinn er ekki með í för og ekki heldur Finnur Atli Magnússon en báðir þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla að því er fram kemur á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, www.kki.is. 
 
Þá eins og áður hefur komið fram átti Peter Öqvist aðalþjálfari liðsins ekki heimangengt á mótið en liðinu stýra þeir Pétur Sigurðsson og Arnar Guðjónsson. 
  
Mynd/ Finnur Atli Magnússon komst ekki með liðinu sökum meiðsla.
Fréttir
- Auglýsing -