spot_img
HomeFréttirKári stigahæstur í fyrsta leik sínum fyrir Barcelona

Kári stigahæstur í fyrsta leik sínum fyrir Barcelona

Kári Jónsson fer vel af stað með liði Barcelona B þar sem hann mun leika á komandi leiktíð. Fyrsti leikur hans fyrir liðið fór fram um liðna helgi gegn Recancis Gaudi CB Mollet á Spáni, 

 

Hafnfirðingurinn gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur í liðinu með 21 stig. Þá var hann einnig með tvö fráköst, tvær stoðsendingar og þrjá stolna bolta á þeim 22 mínútum rúmum sem hann lék. 

 

Kári mun leika með B-liði stórliðs Barcelona í vetur en liðið leikur í næstefstu deild á Spáni. Það verður að segjast eins og er að treyja Barcelona fer Kára ansi vel og verður fróðlegt að sjá framhaldið hjá þessum frábæra leikmanni. 

 

Fréttir
- Auglýsing -