Ísland leikur sinn annan leik í kvöld í undankeppni HM 2023 er liðið mætir Rússlandi í Sankti Pétursborg.
Ásamt Rússlandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Hollands og Ítalíu, en næsti leikur Íslands er eftir áramótin, 24. febrúar heima gegn Ítalíu.
Leikurinn í kvöld gegn Rússlandi hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.
Karfan spjallaði við Kára Jónsson á síðustu æfingu liðsins fyrir leik nú í morgun. Kári segir íslenska liðið vera vel undirbúið fyrir leik gegn sterku liði Rússlands og vonar hann að sem flestir áhorfendur mæti, en ólíkt leiknum í Hollandi er áhorfendum heimilt að vera á leik kvöldsins.
Viðtal / Hannes Sigurbjörn Jónsson