spot_img
HomeFréttirKári segir liðið vel undirbúið fyrir leik kvöldsins gegn Rússlandi "Ég vona...

Kári segir liðið vel undirbúið fyrir leik kvöldsins gegn Rússlandi “Ég vona að það verði fullt”

Ísland leikur sinn annan leik í kvöld í undankeppni HM 2023 er liðið mætir Rússlandi í Sankti Pétursborg.

Ásamt Rússlandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Hollands og Ítalíu, en næsti leikur Íslands er eftir áramótin, 24. febrúar heima gegn Ítalíu.

Hérna er heimasíða mótsins

Leikurinn í kvöld gegn Rússlandi hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Karfan spjallaði við Kára Jónsson á síðustu æfingu liðsins fyrir leik nú í morgun. Kári segir íslenska liðið vera vel undirbúið fyrir leik gegn sterku liði Rússlands og vonar hann að sem flestir áhorfendur mæti, en ólíkt leiknum í Hollandi er áhorfendum heimilt að vera á leik kvöldsins.

Viðtal / Hannes Sigurbjörn Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -