Kári Jónsson og Baquet Girona unnu í kvöld TAU Castelló í Leb Oro deildinni á Spáni, 82-84, en deildin er sú næst sterkasta í landinu. Girona er með tvo sigra og sex töp það sem af er tímabili í 8. sæti B hluta deildarinnar.
Á 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kári 3 stigum, frákasti og stoðsendingu, en þetta er aðeins annar leikur hans fyrir félagið. Þar sem að skömmu eftir að hann kom út greindist Covid-19 í herbúðum þeirra og frestuðust leikir þeirra um þrjár vikur.