Þrír íslenskir leikmenn eru á lista heimsíðunnar Eurobasket sem efnilegustu leikmenn evrópu fæddir 1997. Þetta eru þeir Kári Jónsson, Tryggvi Snær Hlinason og Kristinn Pálsson.
Kári Jónsson sem spilar með Drexel háskólanum í Ameríku er í 20. sæti á þessum lista. Kristinn Pálsson er í 70 sæti en hann er með Marist einnig í Bandaríkjunum. Þórsarinn Tryggvi Snær Hlinason er svo númer 93.
Kári sló auðvitað í gegn hjá Haukum á síðasta tímabili og var með 16,5 stig og 5 stoðsendingar í 30 leikjum en eins og fyrr segir mun spila erlendis á næsta tímabili. Kristinn Pálsson hefur leikið erlendis í tvö ár í ítalíu og New York.
Tryggvi spilar eins og flestir vita með Þór Akureyri en hefur verið orðaður við Valencia á Spáni í sumar.
Efstur á listanum er Vaslileios Charalampopoulos leikmaður Panathinikos á Grikklandi. Sjötti á listanum er króatinn Dragan Bender sem valinn var númer fjögur í nýliðavali NBA til Pheonix Suns.