Sagt var frá því fyrr í dag að landsliðsbakvörðurinn Kári Jónsson hafi verið leystur undan samningi sínum hjá Haukum í Dominos deild karla. Ljóst er nú samkvæmt heimildum Körfunnar að Kári sé á leiðinni til Bàsquet Gironí á Spáni, en þar leikur það í LEB Oro deildinni.
Mun þetta verið í annað skiptið sem Kári semur við lið á Spáni, en áður var hann á mála hjá stórliði Barcelona í ACB deildinni. Girona eru sem stendur í 8. sæti B hluta LEB Oro deildarinnar, með aðeins einn sigur úr fyrstu sex umferðunum.
Þar með verður Kári einn sjö íslenskra leikmanna á Spáni, en fyrir eru þar 3 íslenskir leikmenn í ACB deildinni, 2 í LEB Plata og 1 í EBA deildinni.