Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Hauka, Kára Jónsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Haukar fá Tindastól í heimsókn kl. 19:15 í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Kári:
Travis Scott er í miklu uppáhaldi þessa dagana og þetta lag virkilega gott.
Deliver – Lupe Fiasco
Það er eitthvað við þetta lag sem ég fíla mjög vel, mjög svo töff lag bara.
My time – Fabolous
Gott pepplag sem kemur manni í gírinn.
Take over the world – Kid Ink feat Ty$
Kid Ink á fullt af góðum lögum sem ég hefði getað valið en þetta varð fyrir valinu, klassískt og gott lag.
Antidote – Travis Scott
Örugglega eitt vinsælasta lagið með Travis Scott og það kemur manni alltaf í fíling.
Stole the show – Kygo
Mikið stemningslag og maður hressist alltaf aðeins við að hlusta á það.