spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKári Jónsson og liðsfélagar hans í Girona með Covid-19

Kári Jónsson og liðsfélagar hans í Girona með Covid-19

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson gekk á dögunum til liðs við Girona í spænsku Leb Oro deildinni frá uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði. Mun Kári vera kominn út til liðsins, en samkvæmt vefmiðlinum mbl.is var hann ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins greindur með Covid-19 nú síðustu helgi. Var fyrstu þremur leikjum hans með félaginu, gegn ZTE Real Canoe, ICG Forca Lleida og HLA Alicante frestað.

Samkvæmt Kára mun fyrsti leikur hans með félaginu því ekki verða fyrr en 3. janúar, en þá mun liðið mæta Palmer Alma Mediterránea heima í Girona. Enn frekar segir hann að hann og liðsfélagar hans verði prófaðir aftur eftir helgina og ef að allir reynist neikvæðir þá, geti liðið farið að æfa saman á nýjan leik.

Fréttir
- Auglýsing -