Forkeppni Eurobasket 2021 hófst hjá Íslenska landsliðinu í dag með leik gegn Portúgal þar ytra. Leikur dagsins var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Ísland fékk tækifæri til að jafna eða ná sigri á lokaandartökunum en boltinn vildi ekki ofaní. Tap því staðreynd í dag, 80-77.
Kári Jónsson átti frábæra innkomu í fjórða leikhluta þegar hann setti átta stig í röð og ellefu í heildina. Hann var í viðtali við Portúgalska sjónvarpsstöð eftir leik þar sem hann sagði eftirfarandi:
„Við spiluðum ekki okkar besta leik í dag. Við byrjuðum nokkuð vel, vorum að finna Tryggva vel undir körfunni og gerðum flotta hluti. En í öðrum og þriðja leikhluta mokuðum við okkur ofan í holu sem var erfitt að koma til baka úr. Við vorum nálægt því í lokin en þetta var ekki nógu gott.“ sagði Kári og bætti við:
„Við vissum það fyrir leikinn að þessi leikur yrði erfiður og þessi riðill er mjög jafn. Þetta verða allt erfiðir leikir og sérstaklega útileikirnir. Við þurfum núna bara að snúa okkur að næsta leik og einbeita okkur að því að vinna Belga í nóvember.“
Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér.