Keflavík sigraði KR fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í TM Höllinni, með 89 stigum gegn 81. Fyrir leikinn voru liðin í 1. og 2. sæti deildarinnar. Keflavík tveimur stigum á undan og því spurningin um það hvort KR næðu þeim að stigum með sigri í kvöld. Eftir leikinn eru Keflavík því einir á toppi deildarinnar og með 4 stiga (tveggja leikja) forystu á Njarðvík og KR í 2.-3. sætinu.
Hér að neðan má sjá æsispennandi lokamínútu leiksins: