Hildur Björg Kjartansdóttir lék Njarðvíkinga grátt í dag þegar Snæfell sótti tvö dýr stig í Ljónagryfjuna. Hildur sagðist eiga von á því að Berglind Gunnarsdóttir yrði með Snæfell strax í fyrsta leik eftir áramót en Hólmarar eru með fáa leikmenn en sterka enda er liðið í 2. sæti Domino´s deildarinnar.