,,Auðvitað hefðum við viljað sjá tvö gull víst við vorum komin með tvö lið í úrslit en silfur er að sjálfsögðu fínn árangur,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ í samtali við Karfan TV að loknu Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. U16 og U18 ára karlalið Íslands töpuðu bæði úrslitaleikjum sínum á NM í gær og kvennaliðum Íslands tókst ekki að finna sigur á mótinu.
Hannes kvaðst stoltur af öllum hópnum og sagði að þó úrslitin hefðu vissulega geta verið betri hjá kvennaliðunum þá hafi ýmsar framfarir átt sér stað hjá þeim.