„Ég læt aðrar íþróttagreinar um að fagna silfri, ég hef engan áhuga á því enda erum við í þessu til að vinna gull,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sem í kvöld hafnaði í 2. sæti í Domino´s deild kvenna eftir 3-1 ósigur gegn Keflavík í úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna. Finnur og KR-ingar voru ósáttir við dómgæslu kvöldsins og þá línu sem lögð var í dómgæslunni.