Martin Hermannsson gerði 22 stig í kvöld þegar U18 ára landslið Íslands lagði Dani örugglega í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Martin var hinn hressasti eftir leik eins og gefur að skilja og heldur kappinn áfram vasklegri framgöngu sinni á Norðurlandamótinu en í fyrra var hann valinn besti leikmaður mótsins þegar U16 ára landslið Íslands varð Norðurlandameistari.
(í viðtalinu kemur fram að Ísland eigi að leika við Finna á morgun í U18 ára flokki en hið rétta er að Ísland mætir heimamönnum í Svíþjóð)