Brynjar Þór Björnsson hafði hægt um sig í kvöld, á hans mælikvarða, þegar KR skellti Stjörnunni og tók 2-1 forystu í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild karla. Brynjar gerði 18 stig í leiknum og sagði vígreifur eftir leikinn í samtali við Karfan TV að nú væri markmiðið að lyfta þeim stóra á þriðjudag.
Karfan TV: Markmiðið að lyfta þeim stóra á þriðjudag
Fréttir