Haukar urðu í dag Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Keflavík í úrslitaleik keppninnar í Dalhúsum í Grafarvogi. Guðrún Ámundadóttir fyrirliði Hauka var kát með sigurinn í samtali við Karfan TV eftir leik og er hæstánægð með Bandaríkjamanninn Jence Rhoads sem gerði 34 stig og tók 10 fráköst í liði Hauka í dag.