Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar situr með hópinn sinn í 2. sæti Iceland Express deildar karla í jólafríinu eftir 107-91 sigur Garðbæinga á Keflavík í kvöld. Teitur var að vonum ánægður með sigurinn en uppljóstraði því að Stjarnan eins og mörg önnur lið í deildinni væru að leita eftir liðsstyrk en Garðbæingar hafa lítið sem ekkert notast við Jovan Zdravevski sökum meiðsla.