Félag íslenskra körfuknattleiksþjálfara hefur snúið aftur eftir langt hlé. Árið 2000 var starfsemi í félaginu en síðan þá hefur hún engin verið. Um síðastliðna helgi var félagið endurvakið og var Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells skipaður nýr formaður félagsins. Karfan.is ræddi við Inga um endurnýjun félagsins og fóru menntamál þjálfara hæst í spjalli okkar við hann. Eins vill FKÍ vera griðarstaður þjálfara og einskonar hagsmunafélag þeirra.
Félagið fyrirhugar einnig námskeiðahald og munu félagar fá afslætti ásamt öðrum fríðindum sem munu fylgja því að gerast meðlimur í FKÍ.
Stjórn FKÍ
Ingi Þór Steinþórsson – formaður
Einar Árni Jóhannsson – ritari
Snorri Örn Arnaldsson – gjaldkeri
Finnur Freyr Stefánsson – meðstjórnandi
Ágúst Sigurður Björgvinsson – meðstjórnandi
Viðtal við Inga Þór, formann FKÍ:
Merki FKÍ: