Ísland fékk skell í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu í dag þegar U18 ára kvennalandsliðið lá gegn Finnum. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari liðsins sagði að leikurinn gegn Finnum hefði verið eins og að verða fyrir flutningalest.
U18 ára kvennalandsliðið leikur svo gegn Svíþjóð á morgun kl. 14.30 að íslenskum tíma.