Nú er það orðið ljóst að enginn verður krýndur Íslandsmeistari í efstu deildum karla og kvenna árið 2020. Útaf Covid-19 heimsfaraldrinum hefur öllum mótum verið aflýst og þar af leiðandi verður engin úrslitakeppni leikin um þann stóra.
Þetta finnst Körfunni skiljanlegt, en ekki nógu gott og ætlar hún á næstu dögum að komast að því hvaða lið hefðu verið líklegust til þess að vinna titlana með hjálp samskiptaforritsins Twitter.
Eftir fyrstu umferðina í Dominos deild karla var það ljóst að Stjarnan, Keflavík, Tindastóll og KR komust áfram. Hófust þessi einvígi í gær og munu þau klárast í kvöld. Hægt er að fylgjast með og kjósa hér fyrir neðan, á Twitter.
Þá hófust undanúrslit Dominos deildar kvenna einnig í gær, en þar eigast við Valur og Skallagrímur annars vegar og KR og Keflavík hins vegar. Hægt er að fylgjast með og kjósa hér fyrir neðan, á Twitter.