Hefjum leik að sjálfsögðu á því að óska íslensku landsliðsmönnum okkar í knattspyrnu til hamingju með frækinn sigur í gær. En þá að máli málana!! Karfan.is eru mættir til Berlínar og veislan er að hefjast. Það er ekki að sjá annað en að hér sé allt að verða til reiðu. Höllin hin glæsilegasta og þjóðverjarnir með allt skipulagt uppá 10 eins og þeim einum er lagið.
Þýska landsliðið tekur daginn snemma, kl er 08:30 og þeir eru mættir á æfingu blessaðir með Dirk Nowitski nuddandi stírurnar úr augunum hér í höllinni. Blaðamannafundur verður kl 14:00 í dag með íslensku drengjunum og svo æfa þeir í dag kl 17:00 en það verður síðasta æfing fyrir opnunarleik mótsins gegn gestgjöfunum hér í Þýskalandi.