Toronto Raptors sendu í dag stórskyttuna Jason Kapono til Philadelphia 76ers í skiptum fyrir kraftframherjann Reggie Evans.
Sixers eru með þessum skiptum að reyna að styrkja sóknarleik sinn utan af velli, en Kapono er tvöfaldur 3ja stiga meistari. Hann hefur hitt úr 45% af skotum sínum utan 3ja stiga línunnar á ferlinum, sem er það besta í sögu NBA.