spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKamilla áfram með Íslandsmeisturunum "Það kom ekkert annað til greina eftir síðasta...

Kamilla áfram með Íslandsmeisturunum “Það kom ekkert annað til greina eftir síðasta tímabil”

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa framlengt samningi sínum við bakvörðinn Kamillu Sól Viktorsdóttur til næstu tveggja tímabila.. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í dag.

Kamilla er að upplagi úr Keflavík, en kom fyrst yfir til Njarðvíkur tímabilið 2018-19. Á því síðasta skilaði hún 6 stigum að meðaltali í leik fyrir Íslandsmeistarana.

Tilkynning:

Kamilla Sól Viktorsdóttir hefur samið við Njarðvíkinga um að leika áfram með liðinu næstu tvö tímabil. Kamilla sem er 22 ára var lykilleikmaður hjá Íslandsmeisturunum á síðasta tímabili þar sem hún skoraði 6 stig að meðaltali í leik.

„Það kom ekkert annað til greina eftir síðasta tímabil en að vera áfram í Njarðvík. Hvernig tímabilið endaði, vináttan og liðsheildin var ekkert annað en geggjað. Maður er bara að stíga til jarðar núna en nú er bara nýtt tímabil og við byrjum upp á nýtt, þessi titill skiptir þá í rauninni engu máli þegar næsta tímabil hefst.“

Varðandi væntingar og markmið fyrir næsta tímabil þá fer Kamilla varlega í sakirnar. „Mér fannst gott að vinna með það á síðasta tímabili að setja ekki of mikla pressu. Það var að vinna með okkur í þessum úrslitaeinvígjum. Ég held að það sé aftur markmiðið hjá okkur, að vera ekki með neina pressu á okkur,“ sagði Kamilla þegar samningurinn var handsalaður í Ljónagryfjunni.

Fréttir
- Auglýsing -