Keflavík fær KR í heimsókn í þriðja leik átta liða úrslitaeinvígis liðanna í Dominos deild karla. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR sem getur þar með sent Keflavík í sumarfrí með sigri í kvöld.
Mindaugas Kacinas missti af siðasta leik liðanna eftir að hafa fengið í bakið. Hann var óleikfær í þeim leik og var óljóst hvort hann yrði með í kvöld.
Forsvarsmenn Keflavíkur staðfestu í samtali við Körfuna fyrr í dag að Kacinas yrði með í leik kvöldsins. Það verður gríðarlega mikilvægt fyrir Keflavík en Kacinas er með 16,6 stig og 9,7 fráköst að meðaltali síðan hann kom til liðsins í janúar.
Leikurinn hefst kl 19:15 í Blue-höllinni í Keflavík. Karfan mun fjalla um leikinn frekar í kvöld.