spot_img
HomeFréttirJustin verður áfram í Garðabæ

Justin verður áfram í Garðabæ

Nú er ljóst að besti íslenski leikmaður Iceland Express deildarinnar á síðasta tímabili, Justin Shouse, mun leika áfram með Stjörnunni í Dominos deildinni á næsta tímabili. Heima síða Garðbæinga, www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Á heimasíðu Garðbæinga segir ennfremur:
 
Justin sem starfar sem kennari í Alþjóðaskólanum í Garðabæ mun leika sitt fjórða tímabil með Stjörnunni en eins og flestir vita þá hóf hann feril sinn á Íslandi í Vík í Mýrdal og lék hann með Drangi eitt ár í fyrstu deildinni áður en hann flutti sig um set og lék með Snæfelli í tvö tímabil.  Hann er því að hefja sitt sjöunda keppnistímabil hér á landi.
 
Nú er ljóst að mjög litlar breytingar  verða á leikmannahóp Stjörnunnar í ár eins og reyndar undafarin ár.  Allir íslensku leikmenn liðsins verða áfram.  Undirbúningur fyrir næsta tímabil hófst af krafti í byrjun júní undir stjórn þrekþjálfaras liðsins.  Justin og Jovan eru í stuttu fríi en eru væntanlegir í júlí og mun Justin taka þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir verkefni haustsins þannig að menn ætla klárlega að mæta klárir til leiks í haust.
 
www.stjarnan-karfa.is
  
Fréttir
- Auglýsing -