Álftanes samdi í kvöld við 7 leikmenn fyrir komandi átök í 1. deild karla.
Liðið tryggði sig upp um aðra deild á jafn mörgum árum með því að sigra 2. deildina á síðasta tímabili og þá 3. tímabilinu áður.
Sömdu í kvöld við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu á þessu komandi tímabili, en hann hafði lagt skóna á hilluna fyrir tveimur tímabilum eftir glæstan feril í efstu deild með Snæfelli og Stjörnunni.
Þá samdi liðið einnig við fyrrum leikmenn í Kjartani Atla Kjartanssyni, Þorgeiri Blöndal, Baldri Már Stefánssyni, Grímkeli Orra Sigurþórssyni, Brynjari Magnúsi Friðrikssyni og Birki Guðlaugssyni.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2019/06/hopur.jpg)
Ljóst er að þessar hreyfingar hjá Álftanesi hljóta að benda til þess að liðinu sé alvara um þáttöku sína í fyrstu deildinni og engan skyldi undra þó liðið gerði atlögu að því að klára þriðju deildina á jafn mörgum árum.