Álftanes samdi í kvöld við 7 leikmenn fyrir komandi átök í 1. deild karla.
Liðið tryggði sig upp um aðra deild á jafn mörgum árum með því að sigra 2. deildina á síðasta tímabili og þá 3. tímabilinu áður.
Sömdu í kvöld við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu á þessu komandi tímabili, en hann hafði lagt skóna á hilluna fyrir tveimur tímabilum eftir glæstan feril í efstu deild með Snæfelli og Stjörnunni.
Þá samdi liðið einnig við fyrrum leikmenn í Kjartani Atla Kjartanssyni, Þorgeiri Blöndal, Baldri Már Stefánssyni, Grímkeli Orra Sigurþórssyni, Brynjari Magnúsi Friðrikssyni og Birki Guðlaugssyni.
Ljóst er að þessar hreyfingar hjá Álftanesi hljóta að benda til þess að liðinu sé alvara um þáttöku sína í fyrstu deildinni og engan skyldi undra þó liðið gerði atlögu að því að klára þriðju deildina á jafn mörgum árum.