Miðherjinn Julian Rajic hefur samið við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur en hann leysir af hólmi Gerald Robinson.
Julian er 206cm miðherji og var með Njarðvík síðastliðinn föstudag í æfingaleik gegn Skallagrím.
Rajic hefur síðustu ár leikið með KK Hermes Znalitica þar sem hann var með 12,6 stig og 5,3 fráköst að meðaltali í leik.
Á heimasíðu Njarðvíkur segir að Julian hafi verið nýkominn til landsins þegar liðið lék gegn Skallagrím en er óðar að koma sér fyrir í Njarðvík og verður klár í slaginn næsta föstudag þegar vertíðin hefst með látum á viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni.