Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa orðið fyrir umtalsverði blóðtöku því Jovan Zdravevski og Lára Flosadóttir eru á útleið. Jovan og Lára eru par og hyggja á að færa sig yfir til Svíþjóðar. Bæði hafa þau leikið stór hlutverk í Stjörnuliðunum og skarð þeirra vandfyllt.
Jovan sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins:
„I am moving to Sweden with Lára so I will not be playing basketball with Stjarnan next season. This was a very hard and emotional decision but I need to start a new chapter in my life. I have had a great time playing basketball, living and studying in Iceland for the past 9 years. I’ve finished school and I want to start a new carrier and get a new challenge. Stjarnan has been the best club and like a home to me and all the people and players of the club were great to me.“
Jovan gerði 12,8 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Stjörnunni á síðustu leiktíð og varð einnig bikarmeistari með félaginu. Lára var svo með 7 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í leik með Stjörnukonum í 1. deild kvenna.