Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hélt lokahóf sitt á dögunum þar sem Jovan Zdravevski og Bara Fanney Hálfdánardóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins.
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna var valin Bára Fanney Hálfdánardóttir, besti varnarmaður var valin Erla Dís Þórisdóttir og verðlaun fyrir mestu framfarir á tímabilinu fékk Andrea Ösp Pálsdóttir.
Besti leikmaður meistaraflokks karla var valinn Jovan Zdravevski, besti varnarmaður var Daníel Guðni Guðmundsson og Dagur Kár Jónsson þótti hafa sýnt mestu framfarir á tímabilinu.
Þá fengu Jovan Zdravevski, Fannar Freyr Helgason, Kjartan Atli Kjartansson og Guðjón Örn Lárusson viðurkenningar fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir Stjörnuna. Guðjón þeirra flesta eða 246 leikir fyrir félagið.