Jovan Zdravevski verður hugsanlega fjarri góðu gamni þegar Stjarnan sækir Tindastól heim annað kvöld en þá fer fyrsta umferð í Dominosdeild karla fram. Þetta kemur fram á heimasíðu stjörnunnar í dag. Kjartan Atli Kjartansson verður ekki með en hann nefbrotnaði á æfingu fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarnan endurheimtir þó Guðjón Lárusson úr meiðslum og von er á að bræðurnir Oddur og Björn Kristjánssynir spili sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna annað kvöld.
mynd: [email protected]