{mosimage}
Lokahóf meistaraflokks Skallagríms fór fram fyrir skemmstu á Hótel Hamri þar sem Jovan Zdravevski var valinn besti leikmaður liðsins og Heiðar Lind Hansson var valinn efnilegasti leikmaður liðsins. www.skallagrimur.is greinir frá.
Jovan átti einstaklega gott tímabil með Skallagrím og gerði 23,6 stig að meðaltali í leik og missti ekki úr leik allt tímabilið. Heiðar Lind Hansson lék 19 leiki með liðinu og var með 1,1 stig að meðaltali í leik.
Mynd: www.skallagrimur.is