spot_img
HomeFréttirJordan í Snæfell

Jordan í Snæfell

Jordan Murphree hefur gengið til liðs við kvennalið Snæfells. Snæfell hefur náð samningum við unga stúlku fædda 1987 frá Dallas, Texas. Hún lék með Texas Tech háskólanum við mjög góðan orðstír, lék í fyrra með Phanathanikos með 9.6 stig, 5.5 fráköst og 3.1 stoðsendingu að meðatali í leik. Nú fyrir áramót varð hún meistari í Puerto Rico með 9.7 stig, 5.8 fráköst og 4.7 stoðsendingar að meðaltali.
Jordan var með áhuga frá Grikklandi og Ástralíu en ákvað að slá til með Snæfelli og fylgdist með leik Snæfells og Fjölnis í Grafarvogi þar sem Snæfell sigraði 90-45 í Poweradebikarnum og mun hún vera klár í hópinn í útileik gegn Hamri þriðjudaginn 24. janúar. Þar með er Snæfellshópurinn fullskipaður 12 leikmönnum í fyrsta sinn í vetur.
 
 
www.snaefell.is
 
   
Fréttir
- Auglýsing -